Ein lýsandi ummæli um mína vinnu
Óli Þór Júlíusson fyrrum íþróttastjóri HK og pabbi.
Í fyrsta skipti sem ég hitti Bjarna þá vissi ég að þarna væri á ferðinni einstaklingur sem hafði ástríðu og metnað fyrir því að efla og styrkja börn og unglinga. Á þessum tíma var ég að vinna sem íþróttastjóri HK og hugmyndafræðin hans Bjarna smellpassaði við það sem ég var að innleiða í íþróttastefnu HK, þ.e. styrkja andlega og félagslega færni iðkenda. Bjarni kom í nokkur skipti til okkar og hélt vel heppnaða og skemmtilega fyrirlestra fyrir unglingana ásamt því að bjóða foreldrum í félaginu upp á fyrirlestur sem heitir Efldu barnið þitt. Bjarni hefur gífurlega þekkingu á sínu sviði en það er reynsla hans sem afreksíþróttamaður, þjálfari til margra ára og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta sem gerir honum kleift að koma efninu frá sér á skemmtilegan og jafnframt faglegan hátt fyrir krakkana. Vegna þess hversu góð kynni og upplifun ég hef haft af Bjarna þá skráði ég drenginn minn á námskeiðið Öflugir strákar og foreldrar þeirra, en námskeiðið er ætlað strákum í 2.-3. bekk. Það var bæði gaman og lærdómsríkt að fá að taka þátt á námskeiðinu hjá Bjarna með stráknum mínum sem er 7 ára gamall. Við feðgarnir áttum alveg frábæra samverustund saman Þó svo að upp úr hafi staðið hjá stráknum mínum skemmtilegir leikir og verkefni þá fór ég heim með marga góða punkta sem bættust ofan í “pabbaverkfærakistuna”. Ég hef nú þegar notað eitt og annað af námskeiðinu til að rifja upp heima fyrir með stráknum mínum og stelpunni minni sem er 9 ára.
Ummæli frá foreldrum
"Takk fyrir okkur. Stundum er maður svo heppinn að hitta gullmola á lífsleiðinni og þú varst svo mikill gullmoli sonar mins sem kom ekki bara ánægður af námskeiðinu heldur lika uppfullur af sjalfstrausti og hamingju!"
"Ég sendi 15 ára dóttir mína á þetta námskeið til þín þar sem hún er að ganga í gegnum mikið mótlæti núna og vildi sjá hvort þetta myndi styrkja hana. Hún var ekkert endilega til í það en ætlaði að láta sig hafa það. Ég hef aldrei séð hana gera neitt sem henni fannst jafn gaman. Eftir fyrsta tímann gat hún ekki einu sinni reynt að leyna því hvað henni fannst gaman og hana hlakkaði alltaf til að mæta og var virkilega svekkt að þetta væri búið. Ég held að það sé ekki hægt að fá betri meðmæli því að hún var ekkert til í þetta í byrjun. :)"
"Breytingarnar á syni mínum eru ótrúlegar á þessum tíma sem hann hefur verið á námskeiðinu hjá þér. Hann hefur átt erfitt með að koma fram og lesa texta í skólanum og í gær þá var hans árgangur með samveru fyrir allan skólann. Hann hafði það hlutverk að vera kynnir og gekk mjög vel. Ég heyrði í honum eftir þetta og spurði hvernig hafi gengið, þá segir hann: Ég var smá stessaður fyrst, en svo ákvað ég bara að tæma hugann og hugleiða og þetta gekk frábærlega! Takk fyrir frábært námskeið."
Ég var búin að heyra góða hluti um námskeiðið og var það ástæðan fyrir því að við skráðum dóttir okkar. Námskeiðið fór hinsvegar alveg fram úr okkar væntingum þegar við sáum munin á dóttir okkar. Bæði fór hún að tala um mikilvægi svefns og mataræðis, minnkaði tímann í ipad og síma til að fá nægan svefn. Svo þegar kom að því að keppa bæði í handbolta og fótbolta þá sáum við þvílíkan mun á sjálfstrausti hennar og átti hún sína bestu leiki í báðum íþróttum og viljum við meina að það sé afrakstur námskeiðsins. Viljum við því þakka kærlega fyrir og munum klárlega mæla með þessu fyrir alla!
"Hjartans þakkir fyrir soninn, hann var alsæll með námskeiðið, spurði á heimleiðinni í gær hvort þú værir með fleiri námskeið sem hann gæti farið á eða hvort hann gæti kannski bara fengið að fara aftur og aftur á sama námskeiðið því þetta væri búið að vera svo geggjað skemmtilegt."
"Virkilega sátt - þetta er fjárfesting fyrir lífið að hafa sent hann til þín. Hann er mikill íþróttakall og hafi mjög gaman af sögunum sem að þú sagðir. Það var gaman að lesa yfir verkefnin með honum og sjá hve einbeittur hann var/er með fótboltann og jákvæður. Ég þakka kærlega fyrir minn dreng".
"Langar bara að þakka kærlega minn son, hann var voða feiminn að fara fyrst og vildi helst að ég kæmi með en strax eftir fyrsta tímann vildi hann helst að næsti tími væri strax því þetta væri sko geggjað skemmtilegt námskeið og strax eftir síðasta tímann í gær var ég spurð hvort hann mætti ekki bara fara aftur og aftur á svona námskeið sem segir mér að þið eruð að gera mjög góða hluti."
Ég vil bara þakka rosalega vel fyrir frábært námskeið. Dóttir mín kom heim á hverjum laugardegi ótrúlega ánægð og áhugasöm um verkefnin og sagði okkur frá öllu því sem fram fór. Það eina sem hún var ekki ánægð með var að námskeiðið væri búið. Hún hefði helst viljað halda áfram og fá meira. Við viljum því þakka fyrir frábært námskeið sem virkaði svo ofboðslega vel fyrir dóttur mína sem þurfti virkilega á því að halda að heyra að engin verður sigurvegari án þess að gera mistök.
"Mjög þakklát fyrir fólk eins þig sem vill vinna með og efla krakka. Þetta er frábært námskeið og ætti að vera sett inn í alla grunnskóla landsins".
"Takk kærlega fyrir drenginn, virkilega flottir hlutir sem þið eruð að vinna með. Umræðan og vangavelturnar um persónuleg gildi og sjálfmynd voru virkilega þörf, takk. Heimaverkefnin hafa líka gefið sér vel fyrir hann og það var alveg æðislegt að hlusta á hann útskýra það hvernig mistök væru tilraunir sl. sunnudag, þúsund þakkir!"
Ummæli frá ungu íþróttafólki
"Ég var eiginlega týnd í íþróttinni minni. Ég hafði engin markmið af viti. Svo kom ég á þetta námskeið og ég er búin að gera meira í minni íþrótt á þessum 4 vikum en á öllu þessu ári. Ég er komin með markmið og stefnu.
Takk fyrir það."
"Ég græddi helling af þessu námskeiði og lít stærra á mig og get ekki beðið eftir næsta tímabili til þess að nýta það sem ég hef lært hér"
"Mér fannst þeta frábært námskeið. Ég lærði mikið og þetta námskeið mun hjálpa mér í framtíðinni. Tengdi við mikið af hlutunum og veit núna hvernig og hvað ég á að bæta mig í"
Eftir 1sta tímann fór ég strax að sýna framfarir. Mér líður betur og er að sýna meira hvað ég get. Ég æfi meira aukalega og er mikið að pæla í andlegu hliðinni eins og líkamlegu. Þú ert rosalega hvetjandi og lést mig vilja vera betri útgáfa eða besta útgáfan af sjálfum mér :)
Takk fyrir allt saman.
Alltaf eftir tíma gat ég ekki beðið eftir næstu æfingu, næsta móti til að nýta mér það sem ég lærði í íþróttinni minni. Síðan mun ég eflaust einn daginn sitja inni hjá mér og ákveða að skoða heftin aftur, sérstaklega ef ég er búinn að eiga smá erfitt til að refresha það sem ég hef lært.
Þetta var GEGGJAÐ!!!
Námskeiðið var að mínu mati frábært. Það hjálpaði mér mikið og gaf mér aðra sýn á íþróttina. Þegar ég er komin í landsliðið mun ég muna sérstaklega eftir þessu námskeiði.
Þetta er rosa skemmtilegt og fjölbreytt námskeið. Opnaði mikið fyrir mig, sérstaklega hugarfarið. Þetta var ekki bara fyrirlestur heldur líka svona skemmti eitthvað :) Væri til í að fara aftur á svona námskeið þú varst svo sannfærandi.
Takk fyrir mig, lærði mjög mikið.
Mjög gott námskeið, myndi hiklaust mæla með því. Þetta jók sjálfstraustið mitt mjög mikið og allt það sem ég lærði hjálpaði mér mikið í íþróttinni minni. Prófaði að einbeita mér að gildunum mínum í leik um daginn og spilaði minn besta leik í vetur :)Takk fyrir mig og takk fyrir frábært námskeið.