Eigandi sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann, sem heldur meðal annars námskeiðin Öflugir strákar, Sterkar stelpur, Vertu óstöðvandi fyrir ungt íþróttafólk og foreldranámskeiðið Efldu barnið þitt, ásamt hinum ýmsu fyrirlestrum. Höfundur og útgefandi Orra óstöðvandi og Sölku metsölubókanna en auk þeirra hefur Bjarni einnig skrifað sjálfstyrkingabækur fyrir stráka.

BJARNI FRITZSON kom eins og eldibrandur inn á barnabókamarkaðinn árið 2018 með einni vinsælustu bók ársins, Orra óstöðvandi og hefur síðan þá skipað sér sess sem allra vinsælasti barnabókarithöfundur landsins, unnið Bókaverðlaun barnanna þrjú ár í röð og gefið út hverja metsölubókina á fætur annarri.

Bjarni er með B.S gráðu í sálfræði og hef sótt framhaldsmenntu á meistarastigi í félags-vinnusálfræði og jákvæðri sálfræði. Er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og meistaraflokks karla hjá ÍR og Akureyri.

Giftur þriggja barna faðir úr Breiðholtinu og stofnandi Synir Breiðholts. Fyrrum meðlimur í rapp hljómsveitinni 3TanClan og með brennandi ástríðu að vopni í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

Bækurnar hans Bjarna:

Strákar 2014 – Bjartur Veröld.

Öflugir strákar 2016 – Út fyrir kassann.

Orri óstöðvandi 2018 – Út fyrir kassann.

Orri óstöðvandi: Hefnd glæponanna 2019 – Út fyrir kassann.

Orri óstöðvandi: Bókin hennar Möggu Messi 2020 – Út fyrir kassann.

Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig 2020 – Út fyrir kassann.

Orri óstöðvandi: Kapphlaupið um silfur-Egils 2021 – Út fyrir kassann

Salka: Tölvuheimurinn 2021 – Út fyrir kassann

Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi 2022 - Út fyrir kassann

Salka: Tímaflakkið 2022 - Út fyrir kassann