Öflugir Strákar er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 9-10 ára (4.-5. bekk) og 11-12 ára (6.-7. bekk) stráka.

Bjarni Fritzson kennir námskeiðið og byggir það á bókinni sinni Öflugir Strákar (2016) og Orra óstöðvandi bókunum. Áhersla er lögð á kennslu í gegnum fyrirlestra-verkefnavinnu-framkomu og fjörefli. Námskeiðið er 4 skipti, 1 klst. og 45 mín. í senn.

Markmið Bjarna með námskeiðinu er að gera strákana öflugari en áður. Námskeiðið er kennt 4 sunnudaga í röð og er skipt í yngri og eldri hóp. Námskeiðsgjald er kr. 29.900. Skráning og frekari upplýsingar á bjarnifritz@bjarnifritz.com

Dagskrá

1. tími Hver er ég? og fyrir hvað stend ég?

2. tími Lifa í núinu, slökun og einbeita sér að því sem skiptir máli.

3. tími Vertu óstöðvandi og skipuleggðu eigin árangur.

4. tími Förum út fyrir kassann, ögrum okkur án takmarkana og vinnum betur saman.

Sjá nánar á facebook síðu námskeiðsins https://www.facebook.com/%C3%96flugir-Str%C3%A1kar-462761010504343/