Efldu barnið þitt
"EFLDU BARNIÐ ÞITT" er foreldranámskeið sem snýr að því hvað foreldrar geti gert til að hafa jákvæð áhrif á börnin sín. Á námskeiðinu er lögð áhersla á kennslu í gegnum fyrirlestra, verkefnavinnu og mögulega smá fjörefli.
Markmiðið með námskeiðinu er að kynna fyrir foreldrum ýmsar hagnýtar leiðir til að efla börnin sín.
Innihald námskeiðsins er eftirfarandi.
*Góðar leiðir til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og sjálfstraust hjá barninu okkar.
*Hvernig getum við hjálpað börnunum okkar að ná betri árangri, sigrast á óttanum við mistök og tekist á við mótlæti?
*Hvernig getur núvitund eflt börnin okkar og hvernig getum við kennt þeim að dvelja ekki við neikvæðar hugsanir?
*Hvernig hjálpum við börnunum okkar að takast á við kvíða: Fræðsla og hagnýtar leiðbeiningar til að mæta kvíða barna.
*Hjálplegar aðferðir til að vinna með tilfinningastjórn og gagnleg bjargráð
Námskeiðið er kennt í tvo skipti. 1,5 klst í senn. Kennarar Bjarni Fritzson og Tinna Baldursdóttir sálfræðingur.
Námskeiðsgjald er kr. 19.900. Skráning og frekari upplýsingar á bjarnifritz@bjarnifritz.com