Öflugir 7-8 ára og foreldrar þeirra
Öflugir 7-8 ára strákar og foreldrar þeirra er nýtt sjálfstyrkinganámskeið þar sem foreldrar og strákar vinna saman að því að efla sig.
Bjarni Fritzson kennir námskeiðið og byggir það á bókum sínum Öflugir Strákar (2016) og Orra óstöðvandi (2018). Námskeiðið er kennt frá 10:00 - 11:30
Áhersla er lögð á kennslu í gegnum fyrirlestra/sögur - verkefnavinnu - framkomu og fjörefli. Námskeiðið er 2 skipti, 1 klst. og 30 mínútur í senn. Markmið Bjarna með námskeiðinu er að gera strákana og jafnvel foreldrana aðeins öflugari en áður.
Dagskrá
Tími 1
Hver er ég? Hvernig get ég verið ánægður með mig og haft meiri trú á mér?
Tími 2
Lærum að dvelja ekki við neikvæðar hugsanir. Heldur einbeita okkur betur að því sem skiptir máli. Hvað er mikilvægast þegar kemur að því að verða góður í einhverju.
Námskeiðsgjald er kr. 19.900. Skráning og frekari upplýsingar á bjarnifritz@bjarnifritz.com