Á undanförnum árum hef ég haldið fjöldan allan af fyrirlestrum og námskeiðum fyrir grunnskóla landsins. Ég bíð upp á mismunandi fyrirlestra með og án verkefnavinnu og fjöreflis þannig að allir eiga geta fundið eitthvað sem að hentar hverju sinni. Hér að neðan er hægt að sjá dæmi um þá fyrirlestra sem eru í boði hjá mér fyrir grunnskóla landsins. Fyrirlestrarnir eru frá 45 - 60 mínútur en námskeiðin eru nær 90 mín. Ef þú hefur áhuga á að fá fyrirlestur hafðu þá samband við mig á netfangið bjarnifritz@bjarnifritz.com
Betrumbætt menning/stemming innan bekkjar eða árgangs.
Ímyndaðu þér að vera í bekk/árgang þar sem krakkarnir heilsa hvort öðru með bros á vör og sýna hvort öðru virðingu og hjálpsemi. Allir geta leikið og unnið saman og hafa hugrekki til að vera þau sjálf. Algjör draumur ekki satt. Í þessum fyrirlestri vinnum við að því. Þetta er vinna sem er unnin með nemendum og foreldrum, þar sem farið er markvisst yfir menningu hópsins og hvað sé hægt að gera til að betrumbæta hana með bættum samskiptum. En hæfni í samskiptum er gulls ígildi og getur hjálpað krökkunum okkar á marga vegu í lífinu, hvort sem það sé að eignast vini, líða vel í skólanum eða að ganga vel í áhugamáli, félagslífi eða vinnu. Alltof margir líta á samskipti sem óbreytilegan hlut af þeim sjálfum en samskipti er eins og flest allt, því meira sem við æfum okkur í því, því betri verðum við.
Byggðu sjálfa/n þig upp (sjálfstyrking fyrir miðstigið)
Í þessum fyrirlestri kenni ég krökkunum meðal annars leiðir til þess að vera með jákvæðari sjálfsmynd, efla sjálftraustið sitt, galdurinn á bakvið árangur, setja sér markmið og takast á við mótlæti.
Trúðu á sjálfa/n þig og taktu ábyrgð á eigin velgengni (sjálfstyrking fyrir unglingastigið)
Á unglingsárunum eða réttara sagt frá 14 ára aldri þá fer sjálfstraust unga fólksins okkar minnkandi til um það bil 16 ára aldurs. Þessi fyrirlestur tekur mið að því og í honum legg ég áherslu á að kenna unglingunum meðal annars að: trúa á sjálfa sig og draumana sína , finna bestu útgáfu sína, nýta mótlæti á uppbyggilegan máta, og taka ábyrgð á sjálfum sér.
Efldu barnið þitt
Í þessum fyrirlestri fer ég yfir hvað foreldra geta gert til að hafa jákvæð áhrif á börnin sín. Meðal þess sem farið verður yfir er: Hvernig við eflum börnin okkar með því að vera fyrirmyndir. Hvernig við styrkjum sjálfsmynd barnanna okkar og vinnum markvisst að því að gera hana jákvæða? Hvernig getum við hjálpað börnunum okkar að ná betri árangri, öðlast meira sjálfstraust og geta tekist á við mótlæti? Hvernig getur núvitund eflt börnin okkar og hvernig getum við kennt þeim að dvelja ekki við neikvæðar hugsanir?