Öflugir strákar fara út fyrir kassann

Öflugir strákar fara út fyrir kassann er sumarsjálfstyrkingarnámskeið sem er haldið strax eftir að skóla líkur í júní.

Á sumarnámskeiðinu ,,Öflugir strákar fara út fyrir kassann“ leggur Bjarni Fritzson áherslu á að fara út fyrir þægindarammann og að styrkja sjálfan sig. Strákarnir prófa allskonar skemmtilega hluti og efla sjálfan sig í gegnum verkefnavinnu og stutta fyrirlestra.

Meðal þess sem við höfum gert síðast liðin sumur er: Hip hop dans, Sápubandý, Dans le noir, Amazing Race, Núvitund, Crossfit, Lip Sync, Folf, Ræðumennska, Bókaskrif, Sjálfsmyndarvinna, Blindrafótbolti, Yoga, Leiklist og margt fleira.

Dagsetningar:

8.jún til 12. jún.

15. jún til 19. jún (17. jún frí)

Fyrir stráka fædda 2010-2008 - frá kl 09.00-12.30. Verð 19.900 kr (14.900 ef það er frídagur inn í vikunni)

Skráning: oflugirstrakar@gmail.com. Staðsetning: Miðsvæðis í Reykjavík

Undanfarin sumur hafa námskeiðin fengið gríðarlega góðar undirtektir

Umsagnir foreldra:

,,Frábært námskeið og það ættu allir krakkar að fara á námskeið eins og þetta”.

,,Frábært að sjá öðruvísi námskeið fyrir börn. Nafnið á námskeiðinu seldi mér þetta”.

,,Sonur minn sem ætlaði ekki að treysta sér á námskeiðið kom alltaf alsæll heim. Mér fannst frábært að sjá hversu mikið það gaf sjálfstrausti hans að prófa nýja hluti og fara út fyrir þægindarammann”.

,,Takk fyrir frábært námskeið, drengurinn minn hefur sjaldan skemmt sér jafn vel og er svo ánægð með ykkur. Takk kærlega fyrir”.

95995985_2877202019060218_8980603971135602688_o.jpg
96092096_2877202179060202_3351766922742988800_o.jpg